Völd og ábyrgð til heimamanna


Sóknaráætlanir landshluta eru sameiginlegt þróunarverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga. Verklagið sem byggt er á er nýsköpun í íslenskri stjórnsýslu og vinnur Stjórnarráðið sem ein heild með einn málaflokk, byggðamál.

Markmiðið er að færa aukin völd og aukna ábyrgð til landshlutanna á forgangsröðun og útdeilingu ríkisfjár til verkefna á sviði byggða- og samfélagsþróunar sem ekki eru falin öðrum með lögum. Tilgangurinn er að ná fram betri nýtingu fjármuna og færa ákvarðanatöku nær heimamönnum sem þekkja best til aðstæðna.

Svæðaskipting Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjasýslum Samband Sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) Samband sveitarfélga á Suðurnesjum (SSS)